Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2024 00:10 Viðbúið er að það verði slæmt verðaveður um jólin, einkum á aðfangadagskvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. „Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Veður Jól Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar.
Veður Jól Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent