Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:01 Dion Duff, Georg Leite, Hilmar Gunnarsson og Jökull Júlíusson héldu Rauð jól saman. Mynd/Jón Ragnar Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag. Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend
Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira