Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 14:39 Mótmælendur krefjast þess að ný stjórnvöld standi við loforð um að standa vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa. EPA/Hasan Belal Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld.
Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51