76ers sóttu sigur úr Garðinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 01:05 Joel Embiid sótti sér jólagjöf úr Garðinum. Brian Fluharty/Getty Images Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira
76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira