76ers sóttu sigur úr Garðinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 01:05 Joel Embiid sótti sér jólagjöf úr Garðinum. Brian Fluharty/Getty Images Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn