Innlent

Hellis­heiðin opin en lokað á Holta­vörðu­heiði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði.
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði. Vísir/Vilhelm

Opnað var fyrir umferð um Hellisheiði og Þrenglsaveg í nótt, enn er lokað á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Þá er ófært um Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði.

Á Vestfjörðum er meira og minna ófært, en vegirnir um Dynjandisheiði, Hálfdán og Mikladal eru lokaðir. Kleifaheiði er lokuð en færð á Barðastrandarvegi óþekkt. Klettshálsinn er ófær sem og Þröskuldar.

Þæfingur er á Fróðaheiði á Snæfellsnesi.

Unnið er að Mokstri á hringveginum á Suðausturlandi, við Eldhraun og Skeiðarársand.

Allar helstu upplýsingar um færð og ástand vega má finna á umferdin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×