Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 15:33 Bræðurnir Patrick McCaskey, varaforseti Bears, og George McCaskey, stjórnarformaður. Þeir eru ekki vinsælir þessi dægrin. Michael Reaves/Getty Images Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr. Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira
Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Sjá meira