Körfubolti

Brotist inn til Doncic

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Doncic þykir einn besti körfuboltamaður í heimi.
Luka Doncic þykir einn besti körfuboltamaður í heimi. getty/Ron Jenkins

Á föstudaginn var brotist inn á heimili Lukas Doncic, leikmanns Dallas Mavericks og einnar skærustu stjörnu NBA-deildarinnar í körfubolta.

Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna.

„Ég hef sett mig í samband við Luka og talað við hann. Hann er í góðu lagi. Það er gott að enginn meiddist,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas.

Doncic meiddist í tapi Dallas fyrir Minnesota Timberwolves á jóladag og verður frá næsta mánuðinn eða svo.

Brotist hefur verið inn hjá fleiri stjörnum í bandarískum íþróttum undanfarna mánuði. Má þar meðal annars nefna NFL-leikmennina Patrick Mahomes, Travis Kelce og Joe Burrow og NBA-leikmennina Bobby Portis og Mike Conley.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×