Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:42 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum stéttarinnar á Íslandi, þeirra á meðal Landspítalann. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir. Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira