3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 16:55 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vilhelm/Einar Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í mælaborði fiskeldis sem að Matvælastofnun (MAST) heldur úti. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir í samtali við Vísi að meðalafföll í sjókvíaeldi sé að stefna í yfir tuttugu prósent á árinu. „Þetta er tala sem nær yfir fisk sem drepst í kvíunum eða er það illa særður að það þarf að farga honum. Hver eldislota varir lengur en mánuður, í sjókvíaeldi eru þetta svona 18 til 24 mánuðir sem eldislaxinn er í kvíunum. Ef við skoðum hversu mikið hefur drepist í kvíum hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum þessi síðustu tvö ár þá er þetta farið að slá upp í fjörutíu prósent af fiski sem er settur í kvíarnar sem drepst áður en það kemur að slátrun. Þetta eru fjórir fiskar af tíu sem nær ekki slátrun og drepst eða þarf að farga.“ Met slegið ár eftir ár Á síðasta ári var slegið met í förgun og affalli í sjókvíaeldi sem verður seint toppað en þá hafði í raun verið slegið met ár eftir ár fram að því. „Þróunin hér hefur verið þannig að hvert ár hefur verið verra en það sem á undan fór. Þetta ár verður það líklega ekki en það er því að árið í fyrra var svo hrikalegt vegna lúsarfaraldursins í Tálknafirði. Þá þurftu þeir að farga í einum mánuði 1,7 milljón laxa vegna lúsaskaða í október. Desembermánuður er ekki kominn inn á vefsíðuna en það verður ekki slegið enda er þetta líka alveg nógu hrikalegt.“ Langmestu afföllin urðu í nóvember þegar 635.775 fiskar drápust en þá var 20.120 fiskum fargað. Hér fyrir neðan má sjá heildartölu fyrir afföll og förgun fyrir árið. Töflureiknir með heildartölum fyrir hvern mánuð. „Dýravelferðarvandi af óþekktri stærð“ Jón segir að meirihlutann í nóvember hafi drepist í Fáskrúðsfirði. „Meirihlutinn í Fáskrúðsfirði hjá Kaldvík þegar um 434.000 eldislaxar drápust nokkrum dögum eftir að þeir voru settir í kvíarnar. Það er á við um sjöfaldan fjölda alls íslenska villta laxastofnsins. Þetta hýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfall fyrir Kaldvík. Fyrir utan dýravelferðarmartröðina.“ Í febrúarmánuði voru afföll 525.571 fiskar en 47.654 fiskum var fargað. „Skýringarnar þá voru útsetning smárra seiða í október 2024 og í kjölfarið frekar kaldur vetur fyrir vestan sem olli vetrarsárum og eins var víst sníkjudýrið parvicapsula pseudobranchicola skætt í kvíunum fyrir vestan,“ segir Jón um febrúar mánuð. Jón tekur fram að það sé sorglegt að dýravelferðarsjónarmið fari algjörlega forgörðum í sjókvíaeldi. „Þetta er dýravelferðarvandi af óþekktri stærð. Það er ekki viðbúið að þessi fyrirtæki fái að starfa áfram, að mínu mati og okkar hjá sjóðnum, þegar þau fara svona með skepnurnar sínar.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira