Angus MacInnes er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 10:20 Angus MacInnes í hlutverki Jon Vander ásamt Carrie Fisher í hlutverki Leiu Geimgengils þar sem þau eru að undirbúa árás á Helstirnið. 20th Century Fox Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips. Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips.
Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira