12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 21:07 Svona mun nýja vinnsluhúsið fyrir laxinn hjá First Water í Þorlákshöfn líta út en kostnaður við það verður á milli 10 og 12 milljarðar króna. Aðsend Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026. Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira