„Sem betur fer sagði hún já,“ skrifar Sturla á samfélagsmiðilinn Facebook. Þar má sjá verðandi hjónin í hjólatúr erlendis á töluvert sólríkari stað en á Íslandi.
Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að ástarsambandið hafi staðið yfir síðan í september árið 2022. Saga Ýrr vakti athygli þegar hún tók viðtal við Sölva Tryggvason í Podcasti Sölva í maí 2021 í kjölfar ásakana á hendur honum. Sturla er einn eigenda heilsugæslunnar í Urðarhvarfi.
Ljóst er að þau Sturla og Saga hafa aldrei verið betri. Smartland greindi þannig frá því í mars síðastliðnum að þau heðfu keypt sér glæsihús saman við Kornakur í Garðabæ. Húsið fengu þau afhent 1. apríl síðastliðinn en um er að ræða 535 fermetra einbýli.