Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2025 13:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að í dag séu janúarútsölurnar formlega byrjaðar. Stöð 2 Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“ Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira
Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“
Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira
„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29