Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 15:02 Flugvél Play er nú á leið til Tenerife en án mannanna þriggja, sem verða að þola íslenskan vetur lengur en til stóð. vísir/vilhelm Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Til stóð að flugvélin héldi af stað til Tenerife frá Keflavík í morgun klukkan níu. Nokkur töf varð á áætluðu flugi en að sögn Birgis Olgeirssonar upplýsingafulltrúa Play er flugfélagið að vinna upp tapaðan tíma vegna bilun einnar véla sinna. Þegar loks stóð til að taka á loft, um klukkan 13, var ástand þriggja ungra manna metið þannig að ekki væri óhætt að hefja flugtak. Var þeim fylgt út í fylgd lögreglu. „Það var búið að tilkynna farþegum að það yrði frestun,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Hann segir það svo að þegar ástæða fyrir brottvísun er þessa eðlis, að það varði öryggi flugs, sé ekki um það að ræða að flugmiðarnir fáist endurgreiddir. „Ef flugstjóri telur að ástand manna með þeim hætti að það geti ógnað öryggi þá verður að taka ákvarðanir af eða á.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu öryggisfulltrúar á Leifsstöð veitt mönnunum þremur athygli áður um morguninn, þá vegna ölvunar og haft af þeim afskipti. Það vakti hins vegar athygli farþega að ekki voru nein læti í mönnunum þegar þeir voru leiddir frá borði. Fréttir af flugi Play Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Til stóð að flugvélin héldi af stað til Tenerife frá Keflavík í morgun klukkan níu. Nokkur töf varð á áætluðu flugi en að sögn Birgis Olgeirssonar upplýsingafulltrúa Play er flugfélagið að vinna upp tapaðan tíma vegna bilun einnar véla sinna. Þegar loks stóð til að taka á loft, um klukkan 13, var ástand þriggja ungra manna metið þannig að ekki væri óhætt að hefja flugtak. Var þeim fylgt út í fylgd lögreglu. „Það var búið að tilkynna farþegum að það yrði frestun,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Hann segir það svo að þegar ástæða fyrir brottvísun er þessa eðlis, að það varði öryggi flugs, sé ekki um það að ræða að flugmiðarnir fáist endurgreiddir. „Ef flugstjóri telur að ástand manna með þeim hætti að það geti ógnað öryggi þá verður að taka ákvarðanir af eða á.“ Samkvæmt heimildum Vísis höfðu öryggisfulltrúar á Leifsstöð veitt mönnunum þremur athygli áður um morguninn, þá vegna ölvunar og haft af þeim afskipti. Það vakti hins vegar athygli farþega að ekki voru nein læti í mönnunum þegar þeir voru leiddir frá borði.
Fréttir af flugi Play Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira