Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 15:47 Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 8. desember. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. Veðurstofan segir líkur aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýni að þetta magn sé á bilinu 12 til 15 milljónir rúmmetra. Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið megi gera ráð fyrir því að rúmmál kviku undir Svartsengi nái 12 milljónum rúmmetra í lok janúar, en í fyrstu vikunni í febrúar verði það orðið um 13.5 milljónir rúmmetra. Svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að samkvæmt líkanreikningum sem byggja á nýjustu aflögunargögnum er kvikuinnflæðið nú rúmlega þrír m3/s, sem sé svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos. Miðað við þann hraða megi því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar. Þá segir að líkönin byggi á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma og litlar breytingar á því flæði hafi áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss. Í tilkynningu kemur fram að hættumat sem gert var í desember hafi verið uppfært og gildi að óbreyttu til 14. janúar 2025. Helsta breytingin sé á svæði 6 þar sem heildarhætta er nú metin nokkur (gul) en var áður metin töluverð (appelsínugul). Heildarhætta á svæði 6 er nú metin minni vegna þess að hætta á hraunflæði á svæðinu hefur lækkað. Þó er tekið fram að þótt svo að hætta á hraunflæði sé nú minni en áður sé hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat er í gildi til 14. janúar.Veðurstofan Lítil skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröð Í tilkynningu Veðurstofunnar segir einnig að afar lítil jarðskjálftavirkni hafi verið á Sundhnúksgígaröðinni frá því að síðasta eldgosi lauk 8. desember 2024. Á öðrum nærliggjandi svæðum hafi þó verið nokkur jarðskjálftavirkni, en um 200 jarðskjálftar, þar af tveir yfir M3 að stærð, mældust í hrinu dagana 29. – 31. desember 2024 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur nærri Eldey hafa verið algengar undanfarin ár, en hátt í 60 jarðskjálftar yfir M3 að stærð hafa mælst þar síðustu fjögur árin samkvæmt tilkynningunni. „Áfram mælast stöku skjálftar þar en hrinunni er að mestu lokið. Áfram mælast reglulega jarðskjálftar í vestanverðu Fagradalsfjalli. Þar hafa rúmlega 60 smáskjálftar mælst síðasta mánuðinn, flestir á um 6-8 km dýpi,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33 Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Veðurstofan segir líkur aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýni að þetta magn sé á bilinu 12 til 15 milljónir rúmmetra. Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða og undanfarið megi gera ráð fyrir því að rúmmál kviku undir Svartsengi nái 12 milljónum rúmmetra í lok janúar, en í fyrstu vikunni í febrúar verði það orðið um 13.5 milljónir rúmmetra. Svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að samkvæmt líkanreikningum sem byggja á nýjustu aflögunargögnum er kvikuinnflæðið nú rúmlega þrír m3/s, sem sé svipaður hraði og fyrir síðasta eldgos. Miðað við þann hraða megi því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar. Þá segir að líkönin byggi á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma og litlar breytingar á því flæði hafi áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss. Í tilkynningu kemur fram að hættumat sem gert var í desember hafi verið uppfært og gildi að óbreyttu til 14. janúar 2025. Helsta breytingin sé á svæði 6 þar sem heildarhætta er nú metin nokkur (gul) en var áður metin töluverð (appelsínugul). Heildarhætta á svæði 6 er nú metin minni vegna þess að hætta á hraunflæði á svæðinu hefur lækkað. Þó er tekið fram að þótt svo að hætta á hraunflæði sé nú minni en áður sé hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat er í gildi til 14. janúar.Veðurstofan Lítil skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröð Í tilkynningu Veðurstofunnar segir einnig að afar lítil jarðskjálftavirkni hafi verið á Sundhnúksgígaröðinni frá því að síðasta eldgosi lauk 8. desember 2024. Á öðrum nærliggjandi svæðum hafi þó verið nokkur jarðskjálftavirkni, en um 200 jarðskjálftar, þar af tveir yfir M3 að stærð, mældust í hrinu dagana 29. – 31. desember 2024 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur nærri Eldey hafa verið algengar undanfarin ár, en hátt í 60 jarðskjálftar yfir M3 að stærð hafa mælst þar síðustu fjögur árin samkvæmt tilkynningunni. „Áfram mælast stöku skjálftar þar en hrinunni er að mestu lokið. Áfram mælast reglulega jarðskjálftar í vestanverðu Fagradalsfjalli. Þar hafa rúmlega 60 smáskjálftar mælst síðasta mánuðinn, flestir á um 6-8 km dýpi,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33 Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2. janúar 2025 08:56
Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2024 11:33
Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. 30. desember 2024 12:21
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent