„Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 22:04 Sigmundur að segja Ingu Sæland að sýna ábyrgð. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að gera ekki lítið úr Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félagsmálaráðherra. Það gerði Kristrún í Kryddsíldinni á gamlársdag eftir að Sigmundur gagnrýndi Ingu og sagði hana þurfa að tala af ábyrgð. Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Sigmundur var að ræða málefni innflytjenda og sagðist telja þörf á miklum umbótum hér á landi. Meira en einhvern „bútasaum“ sem lagður hefði verið til af nýrri ríkisstjórn. Til orðaskaks kom milli hans og Ingu og nefndi Sigmundur að Inga hefði verið að „garga“ á Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á dögunum. „Nú ertu komin í ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur. „Inga, þetta dugar ekki lengur. Það dugar ekki lengur, að reyna að vera sniðug að garga það nógu hátt. Þú ert komin í ríkisstjórn.“ „Og hvað með það?“ spurði Inga. „Nú þarft þú að bera ábyrgð,“ svaraði Sigmundur strax. „Þú verður að tala af ábyrgð.“ Inga sagðist alltaf hafa gert það en Sigmundur sagði hana aldrei hafa talað af ábyrgð. „Ég mæti að minnsta kosti í vinnuna,“ sagði Inga og vísaði til fregna frá því í nóvember um að Sigmundur mætti allra þingmanna verst í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Sjá einnig: Þessi mættu best of verst í þinginu „Sjáðu, þetta er allt svona," sagði Sigmundur. „Inga. Þetta virkar ekki. Að búa til einhverjar sögur og reyna að ýta þeim áfram. Nú þarftu að fara að tala um stjórnmál. Af alvöru. Þú ert komin í ríkisstjórn, þú ert orðin ráðherra.“ „Ég hef aldrei gert annað og ég get alveg látið þig vita það að þú kemst ekki með tærnar þar sem ég er með hælana,“ sagði Inga. „Kannski ekki í að garga. Þú ert orðin ráðherra,“ svaraði Sigmundur. Við það bætti Inga: „Það er bara út af því að þú ert enn þá í mútum. Það er ekki mér að kenna.“ „Þetta er allt svona,“ sagði Sigmundur í uppgjafartón. Kristrún Frostadóttir. Við það hélt Sigmundur áfram að tala um innflytjendamál og áhyggjur sínar af þeim og því að þær valkyrjur, svokölluðu, áttuðu sig ekki á þörfinni á breytingum, áður en hann sneri sér aftur að Ingu. „Ég meina Inga sagði eitt um þetta fyrir kosningar, svo segir hún eitthvað allt annað núna eins og í öllum sínum málum. En þær konur sem að bjuggu til þessa ríkisstjórn, Kristrún og Þorgerður, þurfa að taka ábyrgð í svona stórum málum,“ sagði Sigmundur Við það greip Kristrún fram í. „Nú verð ég aðeins að stoppa þig. Ekki gera lítið úr þriðja formanninum hérna við borðið,“ sagði Kristrún. „Hún er fullgildur meðlimur í þessari ríkisstjórn.“ Myndband af þessum samskiptum má sjá hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kryddsíld Alþingi Tengdar fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02 „Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21 Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2. janúar 2025 21:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2. janúar 2025 17:21
Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. 2. janúar 2025 16:56