Sport

Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh Metellus og Camryn Bynum, leikmenn Minnesota Vikings, sóttu eitt fagnið til kvikmyndarinnar White Chicks sem sumir muna eftir en hún var frumsýnd fyrir tuttugu árum.
Josh Metellus og Camryn Bynum, leikmenn Minnesota Vikings, sóttu eitt fagnið til kvikmyndarinnar White Chicks sem sumir muna eftir en hún var frumsýnd fyrir tuttugu árum. Getty/Nick Wosika

Minnesota Vikings hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu NFL tímabili en liðið hefur unnið fjórtán af sextán leikjum sínum í ameríska fótboltanum. Liðið er augljóslega að fara mjög langt á stemmningunni í liðinu.

Þessi frábæra liðsheild og stemmning kemur ekki síst fram í skemmtilegum fögnum Víkinganna.

Eyjamenn slógu í gegn með fögnin sín í íslenska fótboltanum sumarið 1995 og Víkingarnir hafa einnig verið duglegir að finna frumleg og öðruvísi fögn á þessari leiktíð.

Fox íþróttastöðin tók saman nokkur af þessum fögnum og sýndi við hliðina hvaðan Víkingarnir fengu þau.

Fögnin eru þeir að sækja í fræg atriði í kvikmyndum og til tónlistarmanna eins og Usher. Þeir fóru meira svo langt að bjóða upp á Raygun fagn eftir ástralska breikdansaranum sem varð heimsfræg á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Þeir sóttu líka í kvikmyndir eins og Little Rascals, Parent Trap og White Chicks en einnig öpuðu þeir eftir dansatriðum úr táningamyndunum High School Musical og Camp Rock.

Hér fyrir neðan má sjá þennan skemmtilega samanburð. Minnesota Vikings er komið í úrslitakeppnina og þar er jafnvel von á fleiri skemmtilegum fögnum í beinni á Stöð 2 Sport 2.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×