Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 08:28 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir alla vilja koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Vísir/Anton Brink Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira