Lífið

Kúkakallinn í Kópa­vogi rataði aftur í Kviss ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kúkamaðurinn í Kópavoginu kemst reglulega í fréttirnar.
Kúkamaðurinn í Kópavoginu kemst reglulega í fréttirnar.

Kviss ársins var aftur á ferðinni á Stöð 2 milli jóla og nýárs. Þá var árið 2024 gert upp á skemmtilegum nótum. Tvö lið og mikið hlegið.

Í öðru liðinu voru þau Jón Jónsson, Saga Garðarsdóttir og Patrekur Jaime. Í hinu liðinu mættu þau Steindi, Herra Hnetusmjör og Ebba Katrín Finnsdóttir.

Jafnræði á með liðunum og réðust úrslitin undir lokin. Þá var spurt um þekktan mann í Kópavoginum, mann sem stundar það að kúka á sama bílinn trekk í trekk. Það gerði hann síðast í október.

Þá mætti hann í fjórða sinn og spurt var um í hvernig búning hann klæddist þegar hann lét til skara skríða.

Hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum og hvaða lið vann í kjölfarið.

Klippa: Kúkakallinn í Kópavogi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.