Innlent

Sviptur á staðnum fyrir ofsa­akstur á 30-götu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Úr Garðabæ. Þar er bannað að keyra yfir löglegum hámarkshraða, rétt eins og annars staðar.
Úr Garðabæ. Þar er bannað að keyra yfir löglegum hámarkshraða, rétt eins og annars staðar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu um verkefni dagsins frá fimm í morgun til fimm nú síðdegis. Þar segir að viðkomandi hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að tilkynning hafi borist um öryggisvörð í átökum við annan einstakling í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Viðkomandi var handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku, en látinn laus að henni lokinn.

Eins var tilkynnt um einsatkling í annarlegu ástandi á hóteli í Fossvogi. Hann reyndist þó samvinnuþýður og kom lögregla honum í viðeigandi úrræði á vegum Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×