Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2025 07:30 Glódís Perla Viggósdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2024 nokkrum dögum áður fékk hún fálkaorðuna. Hún er fyrirliði Bayern Munchen og íslenska landsliðsins í fótbolta. Mikil fyrirmynd innan sem og utan vallar. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig. HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“ Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“
Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02
Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58