Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2025 13:29 Frá 6. janúar 2021. AP/Julio Cortez Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna. Það fellur í skaut Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, að staðfesta eigin ósigur formlega, sem sitjandi varaforseti og forseti öldungadeildarinnar. Þegar Trump sver embættiseiðinn aftur þann 20. janúar mun hann standa fyrir framan dyr sem stuðningsmenn hans notuðu til að komast inn í þinghúsið og við hlið svæðis þar sem þeir veittust að lögregluþjónum með bareflum og piparúða. Hann mun standa frammi fyrir tröppum þar sem lögregluþjónar voru barðir til óbóta með bandarískum fánum og sparkað í þá. Einn stuðningsmaður Trumps var skotinn til bana í þinghúsinu og fjórir lögregluþjónar sviptu sig lífi í kjölfar óreiðanna. Sjá einnig: Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum fjórum árum varið miklu púðri í að endurskrifa söguna og breyta ímynd atburðanna í kjölfar taps hans árið 2020. Að miklu leyti hefur þessi hvítþvottur snúist um að stuðningsmenn Trumps, sem réðust inn í þinghúsið og veittust að lögregluþjónum, séu saklaus fórnarlömb og hefur Trump heitið því að náða marga, ef ekki alla, sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar. Samhliða því hafa bandamenn Trumps á þingi kallað eftir því að fólkið sem kom að því að rannsaka aðkomu Trumps að atburðum dagsins verði ákært. Í svari við fyrirspurn blaðamanna New York Times um það hvort Trump samþykki að hann beri einhverja ábyrgð á því sem gerðist fyrir fjórum árum, vísaði talskona hans til yfirlýsingar um „pólitíska tapara“ sem reyndu að velta Trump úr sessi. Hún sagði fjölmiðla neita að fjalla um „það sem gerðist raunverulega“ þann dag og að almennir kjósendur hefðu séð í gegnum lygar vinstrisins. Hvatti stuðningsmenn sína áfram Hvað gerðist þann 6. janúar 2021 liggur vel fyrir. Bæði fyrir og eftir kosningarnar 2020 höfðu Trump og bandamenn hans haldið því ítrekað fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað, sem er ekki rétt. Trump boðaði stuðningsmenn sína til Washington DC og hvatti til mótmæla við þinghúsið. Þar hélt hann samstöðufund þar sem hann hvatti fólk meðal annars til að viðurkenna ekki ósigur, laug um kosningasvindl og sagði stuðningsfólki að „berjast um á hæl og hnakka“. Sjá einnig: Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Hann fór síðan aftur til Hvíta hússins og fylgdist með árásinni á þinghúsið í sjónvarpinu. Þá neitaði hann áköllum ráðgjafa sinna um að gefa út yfirlýsingu og reyna að stöðva stuðningsmenn sína. Nokkrum klukkustundum eftir að óeirðarseggir höfðu ruðst inn í þinghúsið birti Trump myndband á Twitter, þar sem hann kvartaði áfram yfir því að kosningunum hefði verið stolið af honum með svindli og sagðist skilja að fólk væri reitt. Síðan bað hann fólk um að fara aftur heim. Í kjölfarið var Trump ákærður fyrir embættisbrot af Demókrötum í fulltrúadeildinni en hann var fljótt sýknaður af Repúblikönum í öldungadeildinni, eftir stystu réttarhöldum yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. Sjö Repúblikanar greiddu atkvæði með sakfellingu en þeir hefðu þurft að vera sautján til að sakfella Trump. Hér að neðan má sjá tveggja ára gamla umfjöllun PBS um það hvernig árásin fór fram. Þar má sjá mikið af myndefni frá deginum sjálfum. Hvítþvotturinn hófst strax Áður en árásin var afstaðin var hvítþvotturinn byrjaður. Paul Gosar, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, hélt því fram á meðan stuðningsmenn Trumps voru enn í þinghúsinu að um svikamyllu væri að ræða. And-fasistar hefðu komið árásinni af stað. Því sama var svo stuttu síðar haldið fram af Lauru Ingraham á Fox en hún sagði marga úr röðum regnhlífarsamtaka sem kallast „Antifa“ hafa verið meðal óreiðaseggja í þinghúsinu. Matt Gaetz, sem Trump reyndi á dögunum að tilnefna til embættis dómsmálaráðherra, staðhæfði svo degi síðar að vinstri sinnaðir aðgerðarsinnar, dulbúnir sem stuðningsmenn Trumps, bæru ábyrgð á árásinni. Þessum ásökunum og að útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hafi einnig tekið þátt í að sviðsetja árásina eða koma henni af stað, sem ekkert er til í, hefur ítrekað verið básúnað af Trump-liðum síðan þá. Trump hefur sjálfur reynt að halda því fram að enginn hafi ruðst inn í þinghúsið, heldur hafi stuðningsmönnum hans verið hleypt þar inn og þeir verið hinir rólegustu. Eftir atburði 6. janúar 2021 stóð Trump frammi fyrir mikilli andspyrnu innan Repúblikanaflokksins, í nokkra daga. Vegna tangarhalds hans á kjósendum flokksins voru leiðtogar Repúblikana fljótir að leita á náðir Trumps á nýjan leik, þó þeir hefðu farið hörðum orðum um hann nokkrum dögum áður. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Þó Trump hafi fljótt verið laus allra mála vegna árásarinnar er ekki hægt að segja það sama um stuðningsmenn hans sem réðust á þinghúsið. Náðanir í vændum Sakamálarannsókn lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum vegna árásarinnar á þinghúsið er sú umfangsmesta í sögu landsins. Alls hafa nærri því 1.600 verið ákærðir vegna árásarinnar. Rúmlega helmingur þeirra hefur játað brot sín og um tvö hundruð hafa verið sakfelldir eftir réttarhöld. Dómarnir hafa verið allt frá nokkurra daga fangelsisvist fyrir að vera í þinghúsinu í óleyfi til 22 ára fangelsis manns sem var dæmdur fyrir samsæri gegn alríkisvaldinu. Trump hefur sagt að hann vilji náða stuðningsmenn sína á hans fyrsta degi í embætti. Hann sagði til að mynda í nýlegu viðtali að þetta fólk hefði „þjáðst lengi“ og mikið. Hann gaf í skyn að hann vildi náða alla en sagði mögulegt að undantekningarnar yrðu einhverjar. Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa flestir þingmenn Repúblikanaflokksins hvatt Trump til að taka ákvörðun í hverju máli fyrir sig. Umdeilda þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur sagt að hún hafi hvatt Trump til að náða alla. Hún er ein þeirra bandamanna Trumps sem hefur tekið hvað virkastan þátt í áðurnefndum endurskrifum á sögunni. Eins og áður hefur komið fram er mikill munur á þeim ákærum sem fólkið hefur staðið frammi fyrir. Margir voru eingöngu ákærðir fyrir að fara inn í þinghúsið í óleyfi. Aðrir gengu í skrokk á lögregluþjónum, svo eitthvað sé nefnt. Lögregluþjónar sem vörðu þinghúsið þennan dag og urðu fyrir barðinu á stuðningsmönnum Trumps hafa lýst sig algerlega mótfallna því að Trump náði þetta fólk. Um 140 lögregluþjónar særðust í átökum við óeirðarseggi. Margir Repúblikanar hafa sagt að ekki eigi að náða fólk sem dæmt hefur verið fyrir að ráðast á lögregluþjóna. Í einu nýlegu tilfelli var maður dæmdur til árs fangelsisvistar vegna ýmissa brota sem hann var sakfelldur fyrir vegna árásarinnar. Þegar verið var að leiða hann úr dómsal eftir dómsuppkvaðningu sagði hann þó við dómarann að dómurinn skipti engu máli. Hann yrði hvort eð er náðaður á næstunni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Erlend sakamál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Það fellur í skaut Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, að staðfesta eigin ósigur formlega, sem sitjandi varaforseti og forseti öldungadeildarinnar. Þegar Trump sver embættiseiðinn aftur þann 20. janúar mun hann standa fyrir framan dyr sem stuðningsmenn hans notuðu til að komast inn í þinghúsið og við hlið svæðis þar sem þeir veittust að lögregluþjónum með bareflum og piparúða. Hann mun standa frammi fyrir tröppum þar sem lögregluþjónar voru barðir til óbóta með bandarískum fánum og sparkað í þá. Einn stuðningsmaður Trumps var skotinn til bana í þinghúsinu og fjórir lögregluþjónar sviptu sig lífi í kjölfar óreiðanna. Sjá einnig: Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum fjórum árum varið miklu púðri í að endurskrifa söguna og breyta ímynd atburðanna í kjölfar taps hans árið 2020. Að miklu leyti hefur þessi hvítþvottur snúist um að stuðningsmenn Trumps, sem réðust inn í þinghúsið og veittust að lögregluþjónum, séu saklaus fórnarlömb og hefur Trump heitið því að náða marga, ef ekki alla, sem hafa verið dæmdir vegna árásarinnar. Samhliða því hafa bandamenn Trumps á þingi kallað eftir því að fólkið sem kom að því að rannsaka aðkomu Trumps að atburðum dagsins verði ákært. Í svari við fyrirspurn blaðamanna New York Times um það hvort Trump samþykki að hann beri einhverja ábyrgð á því sem gerðist fyrir fjórum árum, vísaði talskona hans til yfirlýsingar um „pólitíska tapara“ sem reyndu að velta Trump úr sessi. Hún sagði fjölmiðla neita að fjalla um „það sem gerðist raunverulega“ þann dag og að almennir kjósendur hefðu séð í gegnum lygar vinstrisins. Hvatti stuðningsmenn sína áfram Hvað gerðist þann 6. janúar 2021 liggur vel fyrir. Bæði fyrir og eftir kosningarnar 2020 höfðu Trump og bandamenn hans haldið því ítrekað fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað, sem er ekki rétt. Trump boðaði stuðningsmenn sína til Washington DC og hvatti til mótmæla við þinghúsið. Þar hélt hann samstöðufund þar sem hann hvatti fólk meðal annars til að viðurkenna ekki ósigur, laug um kosningasvindl og sagði stuðningsfólki að „berjast um á hæl og hnakka“. Sjá einnig: Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Hann fór síðan aftur til Hvíta hússins og fylgdist með árásinni á þinghúsið í sjónvarpinu. Þá neitaði hann áköllum ráðgjafa sinna um að gefa út yfirlýsingu og reyna að stöðva stuðningsmenn sína. Nokkrum klukkustundum eftir að óeirðarseggir höfðu ruðst inn í þinghúsið birti Trump myndband á Twitter, þar sem hann kvartaði áfram yfir því að kosningunum hefði verið stolið af honum með svindli og sagðist skilja að fólk væri reitt. Síðan bað hann fólk um að fara aftur heim. Í kjölfarið var Trump ákærður fyrir embættisbrot af Demókrötum í fulltrúadeildinni en hann var fljótt sýknaður af Repúblikönum í öldungadeildinni, eftir stystu réttarhöldum yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. Sjö Repúblikanar greiddu atkvæði með sakfellingu en þeir hefðu þurft að vera sautján til að sakfella Trump. Hér að neðan má sjá tveggja ára gamla umfjöllun PBS um það hvernig árásin fór fram. Þar má sjá mikið af myndefni frá deginum sjálfum. Hvítþvotturinn hófst strax Áður en árásin var afstaðin var hvítþvotturinn byrjaður. Paul Gosar, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, hélt því fram á meðan stuðningsmenn Trumps voru enn í þinghúsinu að um svikamyllu væri að ræða. And-fasistar hefðu komið árásinni af stað. Því sama var svo stuttu síðar haldið fram af Lauru Ingraham á Fox en hún sagði marga úr röðum regnhlífarsamtaka sem kallast „Antifa“ hafa verið meðal óreiðaseggja í þinghúsinu. Matt Gaetz, sem Trump reyndi á dögunum að tilnefna til embættis dómsmálaráðherra, staðhæfði svo degi síðar að vinstri sinnaðir aðgerðarsinnar, dulbúnir sem stuðningsmenn Trumps, bæru ábyrgð á árásinni. Þessum ásökunum og að útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hafi einnig tekið þátt í að sviðsetja árásina eða koma henni af stað, sem ekkert er til í, hefur ítrekað verið básúnað af Trump-liðum síðan þá. Trump hefur sjálfur reynt að halda því fram að enginn hafi ruðst inn í þinghúsið, heldur hafi stuðningsmönnum hans verið hleypt þar inn og þeir verið hinir rólegustu. Eftir atburði 6. janúar 2021 stóð Trump frammi fyrir mikilli andspyrnu innan Repúblikanaflokksins, í nokkra daga. Vegna tangarhalds hans á kjósendum flokksins voru leiðtogar Repúblikana fljótir að leita á náðir Trumps á nýjan leik, þó þeir hefðu farið hörðum orðum um hann nokkrum dögum áður. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Þó Trump hafi fljótt verið laus allra mála vegna árásarinnar er ekki hægt að segja það sama um stuðningsmenn hans sem réðust á þinghúsið. Náðanir í vændum Sakamálarannsókn lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum vegna árásarinnar á þinghúsið er sú umfangsmesta í sögu landsins. Alls hafa nærri því 1.600 verið ákærðir vegna árásarinnar. Rúmlega helmingur þeirra hefur játað brot sín og um tvö hundruð hafa verið sakfelldir eftir réttarhöld. Dómarnir hafa verið allt frá nokkurra daga fangelsisvist fyrir að vera í þinghúsinu í óleyfi til 22 ára fangelsis manns sem var dæmdur fyrir samsæri gegn alríkisvaldinu. Trump hefur sagt að hann vilji náða stuðningsmenn sína á hans fyrsta degi í embætti. Hann sagði til að mynda í nýlegu viðtali að þetta fólk hefði „þjáðst lengi“ og mikið. Hann gaf í skyn að hann vildi náða alla en sagði mögulegt að undantekningarnar yrðu einhverjar. Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa flestir þingmenn Repúblikanaflokksins hvatt Trump til að taka ákvörðun í hverju máli fyrir sig. Umdeilda þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur sagt að hún hafi hvatt Trump til að náða alla. Hún er ein þeirra bandamanna Trumps sem hefur tekið hvað virkastan þátt í áðurnefndum endurskrifum á sögunni. Eins og áður hefur komið fram er mikill munur á þeim ákærum sem fólkið hefur staðið frammi fyrir. Margir voru eingöngu ákærðir fyrir að fara inn í þinghúsið í óleyfi. Aðrir gengu í skrokk á lögregluþjónum, svo eitthvað sé nefnt. Lögregluþjónar sem vörðu þinghúsið þennan dag og urðu fyrir barðinu á stuðningsmönnum Trumps hafa lýst sig algerlega mótfallna því að Trump náði þetta fólk. Um 140 lögregluþjónar særðust í átökum við óeirðarseggi. Margir Repúblikanar hafa sagt að ekki eigi að náða fólk sem dæmt hefur verið fyrir að ráðast á lögregluþjóna. Í einu nýlegu tilfelli var maður dæmdur til árs fangelsisvistar vegna ýmissa brota sem hann var sakfelldur fyrir vegna árásarinnar. Þegar verið var að leiða hann úr dómsal eftir dómsuppkvaðningu sagði hann þó við dómarann að dómurinn skipti engu máli. Hann yrði hvort eð er náðaður á næstunni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Erlend sakamál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira