Sport

Eftir­maður Belichicks rekinn eftir að­eins eitt tíma­bil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jerod Mayo entist ekki lengi sem þjálfari New England Patriots.
Jerod Mayo entist ekki lengi sem þjálfari New England Patriots. getty/Billie Weiss

Jerod Meyo, sem tók við New England Patriots af Bill Belichick í byrjun síðasta árs, hefur verið rekinn frá félaginu, eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn.

Meyo lék með Patriots á árunum 2008-15 og kom svo inn í þjálfarateymi liðsins 2019 og starfaði við hlið Belichicks.

Meyo fékk svo það verðuga verkefni að taka við Föðurlandsvinunum þegar Belichick hætti eftir síðasta tímabil. Belichick stýrði Patriots í 23 ár en undir hans stjórn vann liðið Super Bowl sex sinnum.

Patriots gekk illa í vetur og vann aðeins fjóra af sautján leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Og við það var ekki unað.

„Fyrir mig var þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, eftir að hann hafði sagt Meyo upp.

Patriots vann síðasta leikinn undir stjórn hins 38 ára Meyos, 23-16 gegn Buffalo Bills í gær. Vegna sigursins fær Patriots ekki að velja fyrst í nýliðavali NFL-deildarinnar fyrir næsta tímabil.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×