„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 6. janúar 2025 14:50 Ólafur segir ekki koma sér á óvart að Bjarni kjósi að kveðja stjórnmálin á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. „Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30