Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 15:21 Jón Gunnarsson segir Bjarna Benediktsson hafa verið afburðastjórnmálamann. Þeir hafi átt langt og farsælt samstarf á þingi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, mun taka sæti á Alþingi, þar sem ljóst er orðið að Bjarni Benediktsson afsala sér þingmennsku þegar þing kemur saman. Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði en útilokar ekkert. Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta staðfestir Jón í samtali við fréttastofu. Hann segir tilefnið skyggja á þá staðreynd að hann sé á leið inn á þing. „Bjarni hefur náttúrulega verið yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið. Við eigum saman tæplega 18 ára feril á þingi og höfum átt náið samstarf. Það skyggir á að hann skuli vera að hverfa af vettvangi, og verða mikil tímamót bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og íslenska pólitík.“ Var tilbúinn ef kallið kæmi Jón var í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember, en flokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing í kjördæminu. Jón var því fyrsti varaþingmaður flokksins í Kraganum. Hann segist hafa verið tilbúinn að takast á þær skyldur að koma inn á þing, frá því úrslitin urðu ljós. Þeim skyldum muni hann ekki bregðast. „Ég mun koma inn á þing núna, fyrst [Bjarni] tekur þessa ákvörðun.“ Útilokar ekkert Ljóst er að Sjálfstæðismenn munu velja sér nýjan formann á komandi landsfundi, sem fyrirhugaður er í febrúar. Hefur þú eitthvað íhugað að sækjast eftir embætti formanns? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér ekkert verið að velta því fyrir mér. Þetta ber svolítið brátt að allt saman, og verður bara að koma í ljós hvernig fer með landsfund og nýja forystu í flokknum.“ En þú útilokar það ekki? „Útilokar það einhver í stjórnmálum, að takast á við svona ábyrgð? Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem ég hef ekki leitt hugann að.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Suðvesturkjördæmi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. 6. janúar 2025 14:50
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39