Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2025 10:31 Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður kom að leitinni að fjölmörgum Súðvíkingum. Sólahringarnir í kringum flóðið hverfa aldrei úr minningu Halldórs. Þann 16. janúar árið 1995 féll mannskætt snjóflóð á sjávarþorpið Súðavík. Heimildarmyndin Fjallið það öskrar var sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára. Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Í myndinni eru sagðar sögur þriggja einstaklinga sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum. Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Leikstjóri myndarinnar er Daníel Bjarnason, framleiðandi er Þórunn Guðlaugsdóttir og meðframleiðsla í höndum Arons Guðmundssonar. „Það eru hlutir sem maður sér sem minna mann alltaf á eitthvað sem maður sá þarna,“ segir Halldór Óli Hjálmarsson björgunarsveitarmaður. „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á. Þetta er eitthvað sem býr með manni og á eftir að gera það,“ segir Hjálmar. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Óstjórnlegur grátur „Í sjónvarpinu er verið að renna nöfnunum sem létust og ég sit bara með pabba og Elínu og þeim og ég sit bara inni í stofu og er að horfa á sjónvarpið. Síðan bara krassa ég algjörlega, í algjörlega óstjórnlegan grát,“ segir Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn á Ísafirði árið 1995. „Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og ég veit alveg að það er ekki að koma snjóflóð hér. En þegar það er rok og rigning og það glymur í öllu þá líður mér bara illa. Þetta er bara tilfinning sem ég get bara ekki hent í burtu,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem varð undir í snjóflóðinu sem barn en var bjargað. Elma hafði legið undir fataskáp í margar klukkustundir. Það varð henni til happs að hún öskraði ítrekað á móður sína þar til að björgunarsveitarmaður heyrði í henni, og bjargaði. Elma var þarna 14 ára.
Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira