Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 22:30 Mike Evans hafði fjögur hundruð milljón ástæður til að fagna þegar hann greip síðustu sendingu leiksins á móti Carolina Panthers í gær. AP/Jason Behnken Lokaumferðin í deildarkeppni NFL fór fram um síðustu helgi og þar voru nokkrir leikmenn liðanna ekki bara á eftir sigri. Sumir gátu tryggt sér veglega bónusa. Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Mike Evans, útherji Tampa Bay Buccaneers, var einn þeirra og hann hafi ástæðu til að brosa í leikslok. Það munaði þó ekki miklu að hann missti af bónusnum sínum. Evans missti af þremur og hálfum leik á leiktíðinni vegna meiðsla og var því ekki öruggur um að ná yfir þúsund jardana. Þegar leiktíminn var að renna út og sigur Buccaneers í höfn áttuðu menn sig á því að honum vantaði aðeins fimm jarda til að komast yfir þúsund. Þjálfarar og leikmenn Buccaneers tóku þá smá áhættu með því að reyna sendingu á Evans í stað þess að leyfa tímanum renna út. Evans brást ekki því trausti heldur greip boltann og náði átta jördum í viðbót. Hann fór þar með yfir þúsund jarda á ellefta tímabilinu i röð. Evans fagnaði vel en ekki síður liðsfélagarnir hans og áhorfendurnir því leikurinn fór fram á heimavelli Tampa Bay Buccaneers. Úr varð frábært augnablik fyrir Evans og liðið. Það má sjá það með því að fletta hér fyrir neðan. Bónusinn er heldur ekki slæmur því hann fékk þrjár milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að ná þúsund jördum á þessu tímabili en það gera meira en 420 milljónir íslenskra króna. Evans náði með þessu að jafna afrek goðsagnarinnar Jerry Rice sem fór líka yfir þúsund jarda á ellefu tímabilum í röð. Næst á dagskrá hjá Buccaneers er úrslitakeppnin um næstu helgi þar sem liðið mætir Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs)
NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira