Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 10:04 Maðurinn fékk ekki vinnuna en leitaði til umboðsmanns vegna ráðningarferilsins. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira