„Eitt ár,“ skrifaði Laufey og deildi mynd af þeim á göngu um götur Reykjavíkur. Þá deildi Christie mynd af þeim saman á ferðalagi um Ísland, kappklædd í 66° norður úlpum.
Laufey greindi fyrst frá sambandinu í júní í fyrra þegar hún birti tvær myndir af kærastanum á Instagram-síðu sinni í tilefni afmælis hans án þess þó að tilgreina hver hann væri.

Óhætt er að segja að Laufey sé ein af skærustu rísandi stjörnum heims. Hún hlaut Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar í febrúar og hefur komið fram á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum.
Christie starfar hjá markaðsteymi útgáfufyrirtækisins Interscope Recods, sem er í eigu Universal Music Group. Fyrirtækið gefur út tónlist nokkurra stærstu tónlistarstjarna heims, þar á meðal Billie Eilish, Elton John, Lady Gaga og Maroon 5.