Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 21:16 Skrifstofuhúsnæðið sem málið varðar var í Bæjarlind í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir. Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira