Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2025 20:03 Það er eðlilegt að sakna ástvinanna sem haldnir eru aftur út eftir jólafrí. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. „Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“ Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
„Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“
Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira