Doncic er þekktur fyrir stríðni sína og þar virðist enginn liðsfélagi hans vera óhultur.
Nýjasta fórnarlamb stríðninnar hjá Doncic var Brandon Williams, bakvörður Dallas Mavericks liðsins.
Williams skildi snjallsímann sinn eftir á glámbekk og Doncic stalst í hann.
Slóveninn sendi þó ekki vafasöm skilaboð í nafni Williams eða kom honum í annars konar vandræði.
Nei hann ákvað að taka sjötíu myndir af sjálfum sér. Fyllti hreinlega myndagallerí Williams af alls konar sjálfum.
Williams lét vita af stríðni Doncic á samfélagsmiðlum og birti lítið brot af myndunum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Luka Dončić did that thing he does where he spammed his teammate’s phone with selfies 😂😂
— Mavs Film Room 🐴🎥 (@MavsFilmRoom) January 6, 2025
Brandon Williams was his latest victim.
📸: Brandon Williams IG pic.twitter.com/AFP8UQINdK