Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun