Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun