Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun