Körfubolti

Æsku­heimili Steve Kerr brann til kaldra kola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Kerr er þjálfari Golden State Warriors og var á ferðinni með liði sinu þegar eldarnir byrjuðu.
Steve Kerr er þjálfari Golden State Warriors og var á ferðinni með liði sinu þegar eldarnir byrjuðu. Getty/Jane Tyska

Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles.

Æskuheimili Kerr varð eldinum að bráð en níræð móðir hans bjó í húsinu.

Ann Kerr hélt upp á níutíu ára afmælið sitt í ágúst. Það tókst að forða henni í burtu áður en eldurinn komst í húsið.

„Ég vil senda heils hugar samúðarkveðjur til allra í Los Angeles sem eru að gíma við eldana. Móðir mín þurfti að yfirgefa sitt hús,“ sagði Steve Kerr, eftir leik hjá Golden State Warriors.

Kerr og fjölskylda bjó mikið erlendis þegar hann var að alast upp en þetta var heimili þeirra í Bandaríkjunum.

„Everett Dayton er einn af starfsmönnum okkur hann ólst upp í Palisades hverfinu Ég veit ekki betur en að hans fjölskylda hafi misst húsið sitt,“ sagði Kerr.

Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, á einnig hús á svæðinu og það er líka í mikilli hættu samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla.

Kerr er einn sigursælasti leikmaður og þjálfari í sögu NBA. Hann varð fimm sinnum NBA meistari sem leikmaður og hefur unnuð fjóra NBA titla sem þjálfari Golden State Warriors.

Meira er tvö þúsund heimili hafa eyðilagst í eldunum og meira en hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa hús sín.

Auk húsa hjá fólki þá brunnu einnig bóksafnið, tvær matvöruverslanir, tveir bankar og fullt af búðum í Palisades hverfinu.

Eldarnir hófust á þriðjudagsmorgunn og ríkisstjóri Kaliforníu Gavin Newsom hefur líst yfir neyðarástandi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×