Körfubolti

Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slökkviliðsmaður í Los Angeles reynir hér að sprauta vatni á eldanna í Palisades en má sín lítils.
Slökkviliðsmaður í Los Angeles reynir hér að sprauta vatni á eldanna í Palisades en má sín lítils. Getty/Apu Gomes

Ekkert verður af leik Los Angeles Lakers og Charlotte Hornets sem átti að fara fram í NBA deildinni körfubolta í Los Angeles í nótt.

NBA deildin tók þá ákvörðun að fresta leiknum vegna eldanna sem brenna nú víða um borgina.

Íshokkíleik Los Angeles Kings og Calgary Flames í NHL-deildinni í gær var einnig frestað af sömu ástæðu en báðir áttu þeir að fara fram í sömu höll.

NBA hefur ekki ákveðið hvenær leikurinn hjá Lakers og Hornets muni fara fram.

Eldar geisa á þremur mismunandi stöðum í Los Angeles eftir að óheppilegir vindar hafa skapað kjöraðstæður fyrir þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og staðan hefur líklega aldrei verið jafnslæm á þessu svæði.

Hundrað þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sitt og svæði næstum því eins stórt og öll San Francisco borg hefur þegar brunnið.

JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, býr í Palisades hverfinu sem hefur orðið hvað verst úti. Fjölskyldan hans þurfti að flýja heimil hans en hann var þá staddur með liði sínu í Dallas. Talið er að húsið hans sé brunnið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×