Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 09:03 Niðurrif á gufuböðum í Vesturbæjarlaug hófst í desember. Nýju gufuböðin eiga að vera til í júní. Vísir/Vilhelm og Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér. Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Komið verður fyrir tveimur nýjum hefðbundnum sánuklefum (þurrgufum) og einum infrarauðum klefa í stað þeirra sem voru. Framan við þessa klefa verður hvíldarrými með sturtum, bekk og drykkjarfonti. Á sama tíma á að gera nýja starfsmannaaðstöðu inn af alrými við afgreiðsluna þar sem staðsett verður þvottaaðstaða, ræstirými og aðstaða sundkennara. Auk þess verður lagfærð snyrting gesta á sama svæði. Ný skábraut og lyfta Þá verður bætt aðgengi hreyfihamlaðra að afgreiðslu um sólargang með nýrri skábraut. Skábrautin er með tvöföldum handlistum beggja vegna. Þá verður einnig sett inn ný lyfta með fallvörn sem felld er niður í gólf. Lyftan verður staðsett í alrými við afgreiðslu, sem tenging við skábrautina. Einnig á að endurnýja glugga á báðum langveggjum til suðurs og norðurs meðfram rýmum. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar áætlar að heildarkostnaður við framkvæmdina sé 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og stefnt að því að þeim ljúki í júní 2025. Sjálfstæðismenn furða sig á sameiningu Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í vikunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem þau furðuðu sig á áformum borgarinnar að hafa ekki lengur sánuklefana kynjaskipta. „Sundlaugar Reykjavíkur gegna mikilvægu lýðheilsuhlutverki og eru algengur samkomustaður fólks í hverfum borgarinnar. Sannarlega er nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sánuklefum Vesturbæjarlaugar en fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fylgja vilja íbúanna við alla útfærslu. Íbúar Vesturbæjar hafa þegar lýst ríkum vilja til að hafa sánuklefa sundlaugarinnar áfram kynjaskipta og undrast fulltrúar Sjálfstæðisflokks áform borgaryfirvalda að ætla ekki að fylgja þeirri afstöðu íbúa,“ segir í bókun borgarfulltrúanna. Breytingarnar hafa verið nokkuð umdeildar en með þeim er verið að fjarlægja kynjaskipta sánuklefa og sameina þá. Fjallað var um málið á Vísi í vetur. Þá sögðu einhverjir Vesturbæingar breytingarnar fæla fastagesti frá lauginni á meðan aðrir fögnuðu því að fá innrauða sánu í stað þurrgufunnar í karlaklefanum. Forstöðumaður laugarinnar sagði þó lítið annað hafa verið í stöðunni, þar sem karlasánan hafi verið orðin fúin og ógeðsleg. Sánunni var svo endanlega lokað þann 5. desember og þá var hafið niðurrif. Í fréttinni hér að neðan var fjallað um „Stóra sánumálið“ og meðal annars greint frá því að kynjasameiningunni væri ætlað að stemma stigu við óviðeigandi hegðun sem hefði viðgengist í sánuklefunum. Flestir vilji gufuböð fyrir öll kyn Reykjavíkurborg hefur síðustu vikur, í tengslum við þessar breytingar, athugað viðhorf borgarbúa til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur fram að flestir sundgestir kjósi fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn. Mismunandi skoðanir eru á því hvort gufuböð eigi að vera kynjaskipt.Reykjavíkurborg Þar kom til dæmis fram að um 75 prósent gesta vilji annaðhvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það. Nánar hér.
Sund Reykjavík Sundlaugar og baðlón Borgarstjórn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira