Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 11. janúar 2025 11:01 Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun