Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 12:18 Fjölskyldan á Syðri – Hól, Konráð Helgi og Elsa Gehringer ásamt börnum sínum en það eru þau Markús 17 ára, Andri 13 ára og Melkorka 10 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum. Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira