Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:01 Josh Allen leiddi Buffalo Bills til öruggs sigurs í gær. Getty/Kathryn Riley Nokkrir stuðningsmanna Buffalo Bills virtust ekki ná að njóta þess nógu vel þegar liðið komst af öryggi áfram í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar með 31-7 sigri á Denver Broncos. Til átaka kom á bílastæðinu við Highmark-leikvanginn eftir leik. Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings NFL Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings
NFL Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira