Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2025 11:01 Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar