„Sólinn okkar fékk nafnið sitt um helgina,“ skrifaði Greta Salóme og birti myndbrot úr skírnardeginum.
Sólmundur litli er annað barn þeirra hjóna og kom hann í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Fyrir eiga eiga þau soninn Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022.
Sjá: Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu.
Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018 og gengu í hjónaband þann 29 apríl árið 2023 í Mosfellskirkju.