Hlaup hafið úr Grímsvötnum Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 14:19 Grímsvötn úr lofti árið 2021. Vísir/Rax Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Veðurstofu Íslands segir að jökulhlaup úr Grímsvötnum komi fram undan Skeiðarárjökli og renni í Gígjukvísl. Hlaupin séu vanalega hægt vaxandi og liðið geti nokkrir dagar þangað til fyrstu merki um hlaupvatn mælist á vatnamælingastöðinni í Gígjukvísl og aftur nokkrir dagar til viðbótar þangað til hlaupið nær hámarksrennsli. Nokkur úrkoma hafi verið á Suðausturlandi og gert sé ráð fyrir enn frekari úrkomu í dag og næstu daga. Úrkoman geti gert það erfiðara að greina fyrstu merki um hlaupið í Gígjukvísl. Ár frá síðasta hlaupi Síðast hafi orðið jökulhlaup úr Grímsvötnum fyrir nær nákvæmlega ári síðan og þaðan hafi hlaupið með um það bil árs millibili síðan í nóvember 2021. Þar áður hafi verið heldur lengra á milli hlaupa og seinasta hlaup fyrir 2021 hafi verið hlaupið árið 2018. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sé vatnsmagn í Grímsvötnum nú um 0,25 rúmkílómetrar, sem sé sambærilegt eða tæplega það sem var í vötnunum fyrir síðasta hlaup. Þetta vatnsmagn sé tæpur þriðjungur þess sem var í vötnunum fyrir hlaup í lok árs 2021. Erfitt að meta hlaupið Ekki náist samband við GPS-tæki Jarðvísindastofnunar á íshellunni í Grímsvötnum og því sé erfiðara að leggja mat á það hversu ört vatnið rennur úr vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli en óróamælingar á Grímsfjalli gefi vísbendingar um þróun hlaupsins. Sé miðað við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu hlaupum megi gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði líklega í lok þessarar viku. Hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 náist svo um einum til tveimur sólarhringum seinna. Miðað við það vatnsmagn sem safnast hafi í Grímsvötnum sé líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 rúmmetra á sekúndu. Búast megi við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki að hafa nein áhrif á mannvirki, svo sem vegi og brýr. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigu Almannavarna vegna hlaupsins. Á óvissustigi má ætla að atburðarás geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Fylgst er betur með svæðinu og reglulegt hættumat framkvæmt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira