Innlent

Með eitt og hálft kíló falið inn­vortis

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið varðar 3,3 kíló af kókaíni í heildina. Myndin er úr safni.
Málið varðar 3,3 kíló af kókaíni í heildina. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétttæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Í ákærunni segir að efnin hafi verið flutt hingað til lands á Keflavíkurflugvöll sunnudaginn 15. september síðastliðinn með flugi frá Amsterdam í Hollandi.

Einn sakborningurinn, kona, er grunuð um að hafa verið með tæp 1,5 kíló af kókaíni innvortis. Styrkleiki þeirra efna mun hafa verið á bilinu 73 til 84 prósent.

Svo mun karl hafa falið 675 grömm innvortis, þar sem styrkleiki efnana var 75 til 78 prósent. Og önnur kona með 396 grömm innvortis þar sem styrkleikinn var 85 til 86 prósent.

Fjórði sakborningurinn, karl, mun hafa verið með 791 gramm með 84 til 85 prósent styrkleika, en í ákærunni er ekki tekið fram hvernig hann flutti efnin til landsins, innvortis eða ekki.

Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að fjórmenningarnir verði dæmd til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Talið er að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×