Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 11:25 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans virðast hitta í mark hjá breskum kjósendum um þessar mundir. Vísir/EPA Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Aðeins munar einu prósentustigi á fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins (e. Reform) í könnun Yougov, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Verkamannaflokkurinn mælist með 26 prósent, Umbótaflokkurinn 25 prósent og Íhaldsflokkurinn 22 prósent. Umbótaflokkurinn bætir gríðarlega við sig frá kosningunum í júlí en þá hlaut hann fjórtán prósent atkvæða. Hann er nú með fimm þingmenn af 650 á breska þinginu. Hann mældist stærri en Íhaldsflokkurinn í sumum könnunum fyrir kosningar en það gekk ekki eftir þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum. Að sama skapi tapar Verkamannaflokkurinn töluverðu fylgi frá kosningum en hann hlaut 33,7 prósent atkvæða og hreinan þingmeirihluta. Flokkurinn hefur átt í vök að verjast frá kosningum, meðal annars vegna umdeildra skattahækkanaáforma. Aðeins 54 prósent kjósenda flokksins í kosningunum segjast myndu kjósa hann í dag. Þrátt fyrir fylgisaukninguna hefur Umbótaflokkurinn ekki siglt lygnan sjó upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringur og nánasti ráðgjafi Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lýsti yfir stuðningi við flokkinn en vill koma Farage frá sem leiðtoga. Farage stofnaði flokkinn árið 2018 en þá hét hann Brexit-flokkurinn. Hann átti meðal annars sæti á Evrópuþinginu.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira