Haldi kvikusöfnunin áfram munu 12 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast undir Svartsengi um mánaðamót janúar og febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt líkindareikningi Veðurstofunnar aukast líkur á kvikuhlaupi og eldgosi í lok janúar eða byrjun febrúar. Líkönin sem unnið er með byggja á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma en litlar breytingar á innflæðinu geta haft áhrif á matið.
Jarðskjálftavirkni á svæðinu í kringum Svartsengi er áfram lítil.