Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar