Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:24 Þessi mynd er frá því áður en brúin féll alveg. Skjáskot/Heiða Dís Fjeldsted Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð. Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð.
Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira