Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar 15. janúar 2025 12:00 Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun