Sport

Gaf flotta jakkann sinn í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deion Sanders var væntanlega mjög þakklátur þegar hann fékk jakkann í hendurnar.
Deion Sanders var væntanlega mjög þakklátur þegar hann fékk jakkann í hendurnar. Getty/Ronald Cortes

Greg Anthony er fyrrum NBA leikmaður sem starfar nú sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Hann var að lýsa leik í NBA á dögunum þegar hann ákvað að gefa jakkann sem hann var í.

Ástæðan? Jú NFL-goðsögnin og núverandi háskólaboltaþjálfarinn Deion Sanders sá hann í honum í sjónvarpinu og langaði svo í hann. Þetta var vissulega flottur jakki og maðurinn sem kallar sig Coach Prime var greinilega ofboðslega spenntur fyrir honum.

Deion Sanders tjáði sig nefnilega af aðdáun um jakkann á samfélagmiðlinum X. „Ég þarf að komast yfir jakkann sem Greg Anthony klæðist í útsendingu TNT í kvöld,“ skrifaði Coach Prime.

Það er óhætt að segja að Anthony hafi brugðist hratt við þessari beiðni. Hann gaf jakkann sinn hreinlega í beinni.

Shedeur Sanders, efnilegur fótboltamaður og sonur Deion, var staddur á leiknum og ekki langt frá þeim sem voru að lýsa leiknum á TNT.

Anthony kallaði á aðstoðarmann sinn og lét hann taka fyrir sig jakkann til Shedeur sem myndi svo koma honum áfram á föður sinn.

Shedeur skildi ekki alveg hvað var í gangi í fyrstu en jakkinn hefur væntanlega komist á réttan stað á endanum.

Hér fyrir neðan má sjá Greg Anthony gefa jakkann sinn í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×